Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge og eiginkona Vilhjálms Bretaprins er komin með hríðir. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu fóru hjónin, sem eiga von á sínu fyrsta barni, á St. Mary´s spítala í Paddington snemma í morgun.

Mjög mikil eftirvænting er vegna fæðingarinnar í Bretlandi en talið er að Kate sé komin fram yfir settan dag. Barnið verður þriðja í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar.

Ekki er búist við frekari tilkynningum fyrr en barnið er fætt samkvæmt BBC.