Gengi hlutabréfa Eimskips rauk upp um 2,89% í hækkunarhrinu í Kauphöllinni í dag. Hækkunin gerði að engu lækkun á gengi bréfanna í kjölfar húsleitar Samkeppniseftirlitisins í húsakynnum fyrirtækisins og dótturfyrirtækja á þriðjudag að engu.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 2,57%, Regins um 2,48%, VÍS um 1,81%, Vodafone um 1,41% og Össurar um 1,18%. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,77%, Haga um 0,61% og TM um 0,50%.

Engin lækkun var á markaðnum í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,45% og endaði hún í tæpum 1.150 stigum.