Mikil kátína er sögð ríkja í röðum alþjóðlegra fjárfesta með viðbrögð sex seðlabanka gegn skuldakreppunni. Bankarnir gerðu gjaldmiðlaskiptasamninga sín á milli með það fyrir augum að opna dyr banka og fjármálafyrirtækja að lánsfjármagni.

Helstu hlutbréfavísitölur tóku sveig upp á við eftir að greint var frá samningunum.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 2,94%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur rokið upp um 4,57% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 3,54%

Ekki er búið að opna fjármálamarkaði í Bandaríkjunum. Miðað við gengishækkun utan markaða eru vísbendingar um væna hækkun þar, eða á milli 2-3% hækkun.