Vinstri græn leggja til að tekjur ríkissjóðs verði auknar um tæpar tíu milljarða króna á árinu 2014 og um 20 milljarða frá árinu 2015. Jafnframt er lagt til að útgjöld verði aukin um ellefu milljarða króna til mikilvægra mála.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að þessar breytingar séu miðaðar við fjárlögin eins og þau líti út í dag. Tillögurnar séu valkostur við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað.