Katrín Jakobsdóttir sagði á fundinum, 'Hver bakar þjóðarkökuna?' að Vinstri græn myndu ekki nýta tækifærið sem bætt staða þjóðarbúsins er til að lækka skatta.

Skattar, skuldir eða fjárfesting?

Sem viðbrögð við spurningu þáttastjórnandans um hvað ætti að vera í forgangi að nýta bætta stöðu þjóðarbúsins, að greiða niður skuldir, lækka skatta eða fjárfesta í innviðum sagði hún að innviðir hafi mætt afgangi.

Sagði hún að það sé vissulega mikilvægt að greiða niður skuldir, en ekki síst að auka fjárfestingar í velferð og menntun, sem sé undirstaða fyrir gott atvinnulíf.

Verlferðin er verðmæti fyrir venjulegt fólk

Segir hún jafnframt að í velferðinni sé verðmæti fyrir venjulegt fólk. Segir hún það sækja ómæld verðmæti í samfélagslega innviði eins og heilsugæslu og svo framvegis. Segir hún útgjöld í þessa málaflokka líka vera fjárfestingu til framtíðar og nefnir sem dæmi að það séu lífskjör að geta farið í gjaldfrjálsa mæðraskoðun.

Einnig nefnir hún brottfall úr framhaldsskólum sem hafi komið í ljós að sé vegna sálfélagslegra orsaka, og nú sé hægt að fara að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í menntaskólum til að berjast við það.

Stytting vinnutímans

Jafnframt nefnir hún að hægt sé að komast til móts við ungt fólk sem vilji eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni með því að stytta vinnutíma og á sama tíma megi ná fram meiri framlegð.

Áður sagði hún í annarri umræðu vilja vara fólk við að líta á ESB sem einhvers konar patentlausn.