Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna var miðmælandi í viðtalsþættinum Á Sprengisandi á Bylgunni í morgun. Þar sagðist þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson sjá hana fyrir sér í framtíðinni sem fínan forseta og spurði hana hvort hún vildi verða forseti. „Ég hef ekki séð mig í því,“ sagði Katrín. Hún sagði „ör­fá­ir hafa nefnt það við mig en eng­inn fjölda­hreyf­ing.“ Hún sagðist hafa fengið nokkr­ar áskor­an­ir sem sér þætti vænt um, meðal annars eina frá ungri stúlku, grunnskólanema. „En ég hef nú ekki séð mig fyr­ir mér í þessu.“

Sigurjón spurði að í ljósi þess að Vigdís Finnbogadóttir sé eini kvenforsetinn sem við höfum átt hvort Katrínu fyndist nauðsynglegt að næsti forseti verði kona? „Ég myndi gjarnan vilja sjá góða konu í þessu embætti, algjörlega,“ sagði Katrín. Sig­ur­jón gekk frek­ar á Katrínu sem sagði að lok­um: „Ég segi al­veg satt, ég hef ekki séð mig fyr­ir mér í þessu.“ Sig­ur­jón spurði þá hvort hún væri að und­ir­búa fram­boð? „Nei ég er ekki að und­ir­búa fram­boð,“ sagði Katrín

Aðspurð um fólk sem segist mundu vilja kjósa hana ef hún væri ekki í flokknum sínum sagði Katrín að það væri krafa upp á að fólk vildi kjósa frekar persónur og að við þyrftum að innleiða það í ríkara mæli hér og að fylgja fordæmi Norðurlandanna í því.

Fjölbreyttari atvinna í framtíðinni

Aðspurð um framtíð Íslands segist hún þá myndi vilja sjá land sem byggist upp á miklu fjölbreyttari atvinnu en við höfum gert sögulega, að við getum líka passað upp á umhverfið og náttúruna.  „Við höldum áfram að byggja upp nýsköpunina, þekkinguna, rannsóknirnar allt sem reiðir sig á hugvitið sem er ekki að ganga um og of á auðlindirnar. Við stýrum ferðaþjónustunni þannig að hún verði okkur gæfa. Ekki með því að rukka alla með ómarkvissum hætti heldur að stýra því til að mynda með aðgangstakmörkunum inn á viðkvæm svæði,“ sagði Katrín

Kvenfyrirmyndir skipta miklu máli

Katrín segist ekki hafa farið inn í stjórnmál nema vegna þess að þar voru kvenfyrirmyndir. Fyrirmyndir sem hún nefndi voru Kolbrún Halldórsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Hún segir að fyrir konur skipti miklu máli hvað var gert á undan.