Stjórnarráðið hefur fest kaup á Mercedes-Benz EQC rafknúnum sportjeppa sem verður nýr ráðherrabíll Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og verður afhentur í næsta mánuði. Kaupverðið er 7,5 milljónir króna og samningurinn felur í sér kauprétt á þremur eins bílum til viðbótar á næsta ári.

5,1 sekúndu í hundraðið
EQC er fyrsti hreini rafbíllinn í nýrri EQ línu Mercedes-Benz. Bíllinn er afar kraftmikill – eins og raunar einkennir flesta dýrari rafbíla, og fer úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða á aðeins 5,1 sekúndu.

EQC
EQC
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um búnað bílsins, en samkvæmt útboðslýsingu skal hann vera svartur að lit og búinn öllum helstu þægindum auk ríkra krafna um öryggisbúnað. Má þar meðal annars nefna upphitanlegar fram- og afturrúður, hliðarspegla, stýri og öll sæti, lyklalaust aðgengi og ræsingu, og tíma- og fjarstýrðar miðstöðvar.

Tesla bauð engan afslátt
Alls bárust fimm tilboð, en aðeins fjögur voru metin gild. Mercedes-Benz-bifreiðin fékk fullt hús stiga fyrir verð sem ódýrasti bíllinn á rétt tæpar 7,5 milljónir króna, en þess má geta að listaverð hans er frá 9,3 og upp í 11,5 milljónir króna, og því veittur á bilinu 20% og 35% afsláttur.

Næstódýrasti bíllinn var Audi e-tron á tæpar 8,5 milljónir, en síðustu tveir bílarnir voru Tesla Model S á 11,5 milljónir og Tesla Model X á 12,7 milljónir. Athygli vekur að eftir því sem blaðamaður kemst næst út frá upplýsingum á heimasíðu bílaframleiðandans var afar lítill ef einhver afsláttur gefinn af listaverði bílanna.

Það tilboð sem ekki var metið gilt var einnig Tesla, af gerðinni Model 3, sem er sá nýjasti, minnsti og ódýrasti. Hann uppfyllti hinsvegar ekki skilyrðin sökum smæðar, en grunnlistaverðið er 5 milljónir.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Forsætisráðherra leggur áherslu á að mál Samherja verði rannsakað vandlega.
  • Nýr veitingastaður og bar í hjarta skemmtistaðalífs borgarinnar
  • Viðbrögð járnblendis Elkem á Grundartanga við verðfalli á heimsmörkuðum
  • Umfjöllun um mismunandi þróun hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum og annars staðar
  • Árangur við markaðssetningu á íslensku lambakjöti á erlendum mörkuðum
  • Minni svartsýni fjármálastjóra fyrirtækja nú en í vor
  • Óvissu í skattamálum sem komið hefur í veg fyrir að ákært hefur verið í stórum skattalagabrotamálum
  • Svava Johansen kennd við Sautján er í ítarlegu viðtali
  • Brugðið er upp svipmyndum af fyrsta alþjóðadegi viðskiptalífsins og peningamálafundi Viðskiptaráðs
  • Rætt er við nýjan aðalhagfræðing Arion banka um breytingarnar í starfi og hestaáhugann
  • Geimfaraþjálfun bandarísks nýsköpunarfyrirtækis á Íslandi
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um
  • Óðinn skrifar um fall Berlínarmúrsins og krakkana á Ríkisútvarpinu