Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fær stjórnarmyndunarumboð frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta kemur fram á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín hittir forsetann aftur eftir helgi. Áður hefur Katrín gefið til kynna að hún vilji mynda fjölflokka stjórn frá miðju til vinstri. Katrín hittir formenn annarra flokka á morgun og þingflokk sinn í dag. Hún telur stöðuna flókna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í gær, eftir að viðræður flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð slitnuðu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að ekki sé tímabært að velta fyrir sér hugmyndinni um utanþingsstjórn. Það hugnast Guðna best að formenn stjórnmálaflokkanna myndi ríkisstjórn.