Katrín Jakobsdóttir,formaður VG, gerir athugasemdir við það að þingmenn hafi ekki fengið aðgang að skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu samningaviðræðna við Evrópusambandið. Upplýsingar úr skýrslunni voru kynntar í Morgunblaðinu í morgun og á vefmiðlinum Eyjunni.

„Ég les um þessa ESB-skýrslu hér á facebook hjá aðstoðarmanni forsætisráðherra og svo sé ég hana í fjölmiðlum.Ef ríkisstjórnin vill tileinka sér betri samskipti væri t.d. hægt að senda þingmönnum skýrsluna en ekki bara fjölmiðlum. Bara smá ráð!“ segir Katrín á facebook.