*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 12. maí 2020 17:25

Katrín Halldórsdóttir ráðin til Kvartz

Markaðs- og viðburðarstofan Kvartz hefur ráðið til sín nýjan ráðgjafa í stafrænni markaðssetningu.

Ritstjórn
Katrín Halldórsdóttir hefur áður starfað hjá bæði Pipar/TBWA og Bestseller á Íslandi.
Aðsend mynd

Karín Halldórsdóttir ráðin stafrænn markaðsráðgjafi hjá Kvartz markaðs- og viðburðarstofu, en félagið sérhæfir sig í markaðsráðgjöf til fyrirtækja, stafrænni markaðssetningu og viðburðarstjórnun.

Katrín hefur undanfarin sex ár unnið við stafræna markaðssetningu, umsjón samfélagsmiðla og birtingarráðgjaf, meðal annars á auglýsingastofunni Pipar/BWA og í markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Katrín er með B.A. próf í sálfræði og M.Sc. próf í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.