Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Katrín Helga Hallgrímsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið fastráðin kennari við lögfræðisvið Háskólans á Bifröst. Katrín mun fyrst og fremst sinna kennslu á sviði fjármuna- og félagaréttar. Reynsla hennar af störfum á þessu sviði mun nýtast vel við þá áherslu sem lögð er á praktískt og verkefnatengt nám í Háskólanum á Bifröst.

Katrín Helga hefur kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, BA-próf í hagfræði frá sama skóla og LLM gráður í lögfræði frá University of Chicago. Katrín hefur starfað við lögmennsku hjá BBA Legal undanfarin 14 ár, þar af í 7 ár sem meðeigandi á lögmannsstofunni. Katrín er með málflutningsréttindi á Íslandi og í New York fylki. Auk lögmannsstarfa hefur Katrín setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana.