*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 2. nóvember 2017 13:16

Katrín hittir forsetann aftur

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, gæti fengið umboð forsetans til að mynda stjórn seinna í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Formaður VG fer til fundar við forseta Íslands seinni partinn í dag, en hún hefur fundað með fulltrúum hinna stjórnarandstöðuflokkanna í dag.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 16:00. 

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum situr hún nú á rökstólum ásamt fulltrúum Pírata og Samfylkingar, en Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokkinn yfirgaf fundinn fyrir nokkru.