Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hittust í Berlín í dag.

Að honum loknum fundi þeirra héldu þau sameiginlegan blaðamannafund.

Á fundinum ræddu umáframhaldandi stuðning við Úkraínu og leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Reykjavík í maí en Scholz boðaði komu sína á hann.

Á fundinum var Katrín spurð hvort Ísland ætli að ganga í Evrópusambandið.

Katrín sagðist þegar hafa fengið þessa spurningu í dag. Ekki er lokum fyrir það skotið að þar hafi kanslarinn spurt.

Katrín sagði Evrópu stærri en Evrópusambandið og að sú samheldni sem Evrópa hafi sýnt gagnvart Úkraínu mikilvæga.

Forsætisráðherrann sagðist Ísland ekki vera á leið í Evrópusambandið næstu árin og það væri ekki á dagskrá hjá þessari ríkisstjórn.