Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, segist ekki búin að fá staðfest hvað það merkir að Hollendingar megi ganga að eigum íslenska ríkisins verði ekki staðið við lánasamning vegna Icesave.

Hún segir að menn geti þó velt því fyrir sér hvað það þýðir að lánin séu með ríkisábyrgð.

Spurð hvort henni hafi verið kunnugt um þetta ákvæði segir Katrín að þetta verði kynnt á ríkisstjórnarfundi þar sem frumvarp vegna málsins og gögn því tengd verði lögð fram.