Endanleg úrslit í forvali Vinstri grænna í Reykjavík liggja nú fyrir en alls kusu 1.101 félagi í fimm efstu sætin í tveim kjördæmum.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og menntamálaráðherra fékk nokkuð örugga kosningu í 1. sæti listans. Þá kemur borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir og hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir nýjar inn og fá góða kosningu í 1. – 2. sæti.

Athyli vekur að núverandi þingmenn kjördæmisins, þau Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, sem einnig er umhverfisráðherra fá mun minni kosningu í forystusæti listans.,

Atkvæði skiptust þannig (skv. vef VG):

  • Katrín Jakobsdóttir, 856 atkvæði í 1. sæti
  • Svandís Svavarsdóttir, 616 atkvæði í 1. sæti
  • Lilja Mósesdóttir, 480 atkvæði í 2. sæti
  • Árni Þór Sigurðsson, 342 atkvæði í 2. sæti
  • Álfheiður Ingadóttir, 479 atkvæði í 3. sæti
  • Kolbrún Halldórsdóttir, 446 atkvæði í 3. sæti
  • Ari Matthíasson, 467 atkvæði í 4. sæti
  • Auður Lilja Erlingsdóttir, 376 atkvæði í 4. sæti
  • Davíð Stefánsson, 474 atkvæði í 5. sæti
  • Steinunn Þóra Árnadóttir, 447 atkvæði í 5. sæti