Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hitti Guðna Th. Jóhanesson, forseta Íslands klukkan tíu og skilaði stjórnarmyndunarumboðinu, þar sem að hún hafi ekki náð mynda þá stjórn sem að hún vildi.

Katrín Jakobsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins í gær, en hún ítrekaði að það væri lengst á milli þessara tveggja flokka. Hún leggur áherslu á að flokkarnir þurfa að hugsa út fyrir kassann og að það sé ekkert útilokað í stöðunni og nefnir jafnvel minnihlutastjórn.