„Ég tók þessari áskorun af því að formaður er ekki bara út á við heldur líka inná við,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í framboðsræðu sinni sem lauk rétt í þessu. Katrín er ein í framboði til formennsku í flokknum. Hún gerði grunngildi Vinstri grænna að umtalsefni í framboðsræðu sinni og lagði áherslu á miðlun þeirra grunngilda út í samfélagið.

Þá ítrekaði hún mikilvægi þess að flokkurinn næði að þjapa sér saman, bæði fyrir komandi kosningar og líka fyrir næsta kjörtímabil. Því þrátt fyrir að hún teldi frammistöðu flokksins á síðasta kjörtímabili góða þá væri mörgu við að bæta. „Verkefnin eru hvergi nærri tæmd,“ sagði Katrín.

Dynjandi lófatak tók við að lokinni ræðu Katrínar og risu landsfundargestir úr sætum sínum. „Við eigum enn eftir að fá að kjósa um formanninno kkar,“ minnti fundarstjóri gesti gamansöm á.