Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn sé enn andvígur áframhaldandi uppbyggingu áliðnaðar hér á landi. Ekki sé rétt að Vinstri græn hafi fallist á umsókn um aðild að Evrópusambandinu með þeim skilyrðum að fallið yrði frá álveri á Bakka.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en um mánaðamótin rennur út viljayfirlýsing milli ríkisins, Alcoa og Norðurþings um að kanna fýsileika þess að reisa álver á Bakka við Húsavík.

Einnig kemur fram að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum og sagði að orðrómur væri um að við ríkisstjórnarmyndun hafi Vinstri græn samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu gegn því að fallið yrði frá áformum um álver á Bakka.

Sjá nánar á vef RÚV.