Kartín Júlíusdóttir, varaformaður og þingmaður Samfylkingarinnar greinir frá því í hóp Samfylkingarhóps á Facebook að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu Alþingiskosningum. Hún mun auk þess ekki sækjast eftir frekari forystustörfum fyrir Samfylkinguna.

Hún segir að margir hafi skorað á hana undanfarið að sækjast eftir frekara forystuhlutverki í Samfylkunni en hún segist þakklát fyrir það traust sem henni hafi verið sýnt. Hún hefur verið á þingi í 13 ár en hún segir að ákvörðunin að bjóða sig ekki aftur fram sé persónuleg og að hún finni að nú sé kominn tími á að snúa sér að öðru.

Kosið verður til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi sem haldinn verður þann 4. júní nk.