Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málefni Seðlabanka Íslands sem hefst á Alþingi klukkan tvö í dag.

Umræðan mun ef að líkum lætur taka mið af ákvörðun sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í ríkisstjórn á föstudag um að auglýsa stöðu seðlabankastjóra að nýju og skipa nefnd til að móta breytingar á Seðlabankanum.

Einnig hefur gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann, bæði á Viðskiptaþingi og í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV vakið athygli.