Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra og síðast en ekki síst bókmenntafræðingur, mun leiða glæpasagnagöngu um miðbæ Reykjavíkur á sunnudagsmorgunn. Katrín er, eins og margir vita sérfræðingur í íslenskum glæpasögum, en þá tegund bókmennta hefur hún lesið um langt skeið.

Gangan hefst í kosningamiðstöð VG i Suðurgötu 3 klukkan ellefu á sunnudaginn, þaðan sem gengið verður um miðbæinn, meðan Katrín leiðir göngumenn í allan sannleika um undirheima íslenskra glæpasagna.