*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 14. maí 2013 08:48

Katrín nær inn að hjörtum fólks með góðu málfari

Hallgrímur Óskarsson segir Katrínu Jakobsdóttur geta orðið sterkan leiðtoga í íslenskri pólitík.

Gísli Freyr Valdórsson
Katrín Jakobsdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur margt í sínu fari sem einkennir góðan leiðtoga. Hún er svo sannarlega aðlaðandi á sinn náttúrulega hátt og nær þannig til fólks langt fyrir utan hið pólitíska landslag. Hvað varðar talandann, þá eru fáir sem ná með tærnar þar sem Katrín hefur hælana, að mati Hallgríms Óskarssonar, ímyndar- og samskiptaráðgjafa,um niðurstöðu nýafstaðinna alþingiskosninga. Viðskiptablaðið fékk Hallgrím til að fara yfir helstu áherslumál stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar og greina þau, og eins stöðu og ímynd formanna flokkanna.

Um Katrínu segir Hallgrímur:

„Hún hefur einkar gott vald á máli sínu og nær inn að hjörtum fólks með góðu málfari, skýrri framsetningu og einlægri tjáningu. Varðandi trú fólks að hún hafi getuna til að stýra stóru skipi þá er það helst þar sem hún þyrfti að styrkja sína ímynd. Margir hafa fulla trú á henni hvað þetta varðar en ekki allir enda má segja að hún hafi ekki ímynd hins harða stjórnanda. Enda eru komnir upp margbreytilegri tímar heldur en svo að allir verði að vera harðir stjórnendur. Hún hefði samt gott af því, ímyndarlega, að sýna ákveðni, að sýna hver ræður. Með öflugari stjórnendaímynd hefur Katrín mjög margt til að þróa sig yfir að verða sterkur leiðtogi í íslenskri pólitík og eru æ fleiri að gera sér meðvitað grein fyrir því.“ 

 Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.