Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf. er nýr heiðursfélagi Stjórnvísi en greint var frá valinu í gær. Það var niðurstaða vinnuhóps Stjórnvísi að Katrín sé öflugur stjórnandi sem hefur vakið athygli fyrir fagleg vinnubrögð og framsýni í stjórnunarháttum og rekstri síns fyrirtækis. Lýsi hefur unnið ötullega að margvíslegri vöruþróun. Lýsi er félagi í Stjórnvísi og Katrín var á sínum tíma virkur þátttakandi í faghópavinnu félagsins, einkum varðandi framþróun í gæðamálum. Fyrirtækið er með ISO vottun og þar á bæ er lögð áhersla á að þróa nýjar leiðir í nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs.

Það er komin nokkur ár síðan Stjórnvísi, sem þá hét reyndar Gæðastjórnunarfélag Íslands, tók upp á því að tilnefna heiðursfélaga. Stjórnvísi er vettvangur umræðu um faglega stjórnun og aðferðafræði. Þeir sem hafa verið tilnefndir sem heiðursfélagar verða ævifélagar í Stjórnvísi.