Gestir Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verða þau Katrín Pétursdóttir framkvæmdastjóri Lýsis og Þorsteinn Þorgeirsson skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Lýsi tók um síðustu helgi í notkun stærstu verksmiðju sinnar tegundar en mikil og vaxandi eftirspurn er eftir vörum fyrirtækisins.

Umræða um ofhitnun efnahagslífsins fór af stað í kringum skýrslu OECD sem kynnt var í síðustu viku en efnahagsskrifstofa ráðuneytisins hafnaði ýmsum þeim hugmyndum sem þar komu fram. Þorsteinn verður líka spurður út í nýja efnahagsspá hagdeildar ASÍ.