*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 13. september 2016 07:59

Katrín og Svandís í oddvitasætunum

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur ákveðið framboðslista í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félagsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefur samþykkt framboðslista fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Oddvitar listanna eru Katrín Jakobsdóttir í Reykjavík norður og Svandís Svavarsdóttir í Reykjavík suður.

Hér eftir fara þeir sem skipa fimm efstu sætin í hvoru kjördæmi fyrir sig.

Reykjavík norður:

  1. Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður flokksins, fædd 1949
  2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður, fædd 1977
  3. Andrés Ingi Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, fæddur 1979
  4. Iðunn Garðarsdóttir, laganemi, fædd 1989
  5. Orri Páll Jóhannsson, þjóðgarðsvörður, fæddur 1978

Reykjavík suður:

  1. Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður, fædd 1964
  2. Kolbeinn Óttarsson Proppé, ráðgjafi, fæddur 1972
  3. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, fædd 1984
  4. Gísli Garðarsson, fornfræðingur, fæddur 1991
  5. Ugla Stefanía Jónsdóttir, fræslustýra Samtakanna '78, fædd 1991