Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja hafa nú valið guðforeldra fyrir son sinn, prins Georg. Hjónin völdu gamla skólafélaga í hlutverk guðforeldra sem er ekki samræmi við hefðir konungsfjölskyldunnar.

Fergus Boyd, fyrrum skólafélagi Vilhjálms, Emilia d´Erlanger, fyrrum skólafélagi Katrínar og Hugh van Cutsem, æskuvinur Vilhjálms, verða guðforeldrar prinsins. Þetta kemur fram á vefsíðu The Telegraph í dag.

Vilhjalmur og Katrín feta nýjar slóðir með vali sínu en hingað til hefur það verið hefð að guðforeldrar barna í bresku konungsfjölskyldunni sé konungsborið fólk eins og sjá má á guðforeldrum Vilhjálms sem eru sex talsins. Meðal þeirra eru Konstantín, fyrrum konungur Grikkja, Alexandra prinsessa, lafði Ogilvy og Susan Hussey, hertogaynja af Westminster.