*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 7. júní 2017 15:17

Katrín Olga heldur á vit ævintýranna

Katrín Olga Jóhannesdóttir segir að nú sé rétti tímapunkturinn til að ákveða hvað hún vilji gera þegar hún verður stór.

Pétur Gunnarsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur nú selt hlut sinn í Já og er hætt sem stjórnarformaður félagsins. Hún hefur verið viðriðin Já frá árinu 1995. Katrín Olga mun þó ekki sitja verkefnalaus, en hún situr í Icelandair Group og er stjórnarformaður Viðskiptaráðs.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Katrín Olga að henni hafi einfaldlega boðist tækifæri til að selja hlut sinn í félaginu. „Eftir tólf ár hjá félaginu, ákvað ég, eftir töluverða umhugsun að slá til og halda á vit nýrra ævintýra. Ég er búin að byggja upp þetta fyrirtæki frá því að það var stofnað 1995 og það er ótrúlegt að hafa fengið það tækifæri að hafa fengið að byggja upp fyrirtæki á 100 ára grunni. Ásamt því að taka þátt í því að leiða öflugt fyrirtæki sem hefur verið sífellt í umbreytingum,“ segir Katrín Olga. 

„En svo kemur náttúrulega að því að maður spyr sjálfan sig hvort að tólf ár séu ekki bara ágætis tími og langar manni ekki bara að fara að athuga hvað lífið hefur annað upp á að bjóða? Maður veit aldrei hvenær rétti tímapunkturinn er, en þegar manni býðst svona tækifæri þá finnst manni maður knúinn til að hugsa hvað maður vill gera þegar maður verður stór. Ég ákvað því að taka þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli,“ bætir hún við. 

Stikkorð: selur Katrín Olga stjórnarformaður hættir