Katrín Olga Jóhannesdóttir var kjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands fram til ársins 2018. Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir stuttu að hún væri ein í framboði og var hún því sjálfkjörinn formaður.

Ný stjórn Viðskiptaráðs var einnig kjörin á fundinum. Hana skipa í stafrófsröð:

  • Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin
  • Ari Fenger, Nathan & Olsen
  • Birkir Hólm Guðnason, Icelandair
  • Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, ReMake Electric
  • Finnur Oddsson, Nýherji
  • Gylfi Sigfússon, Eimskip
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir, LOGOS
  • Hrund Rudólfsdóttir, Veritas Capital
  • Hörður Arnarsson, Landsvirkjun
  • Linda Jónsdóttir, Marel
  • Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Fjarðarál
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, VÍS
  • Stefán Pétursson, Arion banki
  • Stefán Sigurðsson, Vodafone
  • Sveinn Sölvason, Össur
  • Sævar Freyr Þráinsson, 365 miðlar
  • Vilhjálmur Vilhjálmsson, HB Grandi

Katrin Olga er nú stjórnarformaður Já ehf. og sat fyrir í stjórn Viðskiptaráðs. Hún er einnig fyrsta konan til að vera kjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands.