Katrín Júlíusdóttir, iðnaðaráðherra undrast ummæli Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra og að hann skuli dylgja um að menn ætli sé að leiðbeina fjárfestum fram hjá íslenskum lögum. Er fjallað um málið á vefsíðu RÚV.

Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo um með hvaða hætti hann geti fjárfest í íslenskri ferðaþjónustu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Sjónvarps í gær að stjórnvöld ætli að leiðbeina Nubo í gegnum íslenskt lagaumhverfi svo hann geti fjárfest hér á landi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum útvarps í dag, að hann ætti erfitt með að átta sig á því hvað Katrín ætti við með þessum ummælum. Sagði Ögmundur að ekki eigi að leiðbeina mönnum framhjá íslenskum lögum.

Iðnaðarráðherra er afar ósátt við þessu ummæli Ögmundar. Er haft eftir henni að hún hafi verið undrandi á því að hann skuli ætla sér að leiðbeina mönnum framhjá lögum og að hann skuli dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest. „En það er kannski ekkert skrítið að hann átti sig ekki á því hversu opið Ísland er í raun og veru fyrir fjárfestingum í atvinnustarfsemi enda kannski erlendar fjárfestingar ekki beint verið á hans sviði hingað til, eins og menn vita.“