*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 30. nóvember 2013 17:56

Katrín segir allt óljóst um fjármögnun

Katrín Jakobsdóttir segir hugmyndir um skuldaniðurfellingu skilja eftir margar spurningar.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að fjármögnun á fyrirhugðum skuldaniðurfellingum sé óljós. „Það er verið að gera að því skóna að þrotabúaskattur muni standast lög og að málaferlum muni lykta vel fyrir íslenska ríkið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þangað til sú niðurstaða fáist fyrir dómstólum sé ríkið aftur á móti að taka áhættu. 

Einnig vakni spurningin hvort með þessum áætlunum sé verið að festa þrotabúin í sessi. „Hvaða áhrif hefur það á afnám hafta? Það er spurning sem þarf að velta upp í kringum þetta,“ segir Katrín. 

Hvað varðar þessa miklu lausn að leyfa fólk að færa sparnað í lífeyriskerfinu yfir í sparnað í fasteign. „Ríkið er að leggja í ákveðinn kostnað með því að afsala sér skatttekjum,“ segir Katrín. Hún segist líka velta því fyrir sér hvort þessi aðferð gagnaðist fyrst og fremst hátekjufólki. „Það er vandséð hvernig þetta á að koma leigjendum til góða,“ segir Katrín. 

„Í þriðja lagi, af því þetta er heimsmet, finnst mér í lagi að halda því til haga þær aðgerðir sem var ráðist í, beinar aðgerðir, voru upp á 130 milljarða,“ segir hún og bendir á að þar eigi hún eigi ekki við aðgerðir vegna gengisdóma.