*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 2. janúar 2017 12:10

Katrín staðfestir að VG hafi rætt við Framsókn

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að flokkurinn hafi rætt við Framsókn og Samfylkinguna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur staðfest það í samtali við Mbl.is að Vinstri græn og Framsókn hafi rætt saman um mögulega stjórnarmyndun.

Hún staðfestir að Framsóknarmenn og reyndar Samfylkingarfólk hafi átt í óformlegum viðræðum um þær „félagslegu áherslur sem þessir þrír flokkar geta sameinast um.“ Hún segir einnig að henni hafi fundist mikilvægt að ræða þessi mál við flokkana tvo sama hvort að þau yrðu í stjórn eða stjórnarandstöðu.