Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur staðfest að hún ætli að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í dag.

Katrín Júlíusdóttir er 38 ára gömul og var  kjörin á Alþingi árið 2003.  Hún var skipuð iðnaðarráðherra í maí 2009 og gegndi því embætti þar til hún tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra í október 2012.

Katrín var varaformaður og formaður ungra jafnaðarmanna á árunum 2000-2001. Katrín var fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði og háskólaráði Háskóla Íslands 1997-1999 og sat í stjórn Evrópusamtakanna 2000-2003. Hún sat í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2000-2003, þar af sem varaformaður hennar 2001-2003. Katrín mun vera sú þingkona sem lengst hefur setið á Alþingi eftir næstu þingkosningar, nái hún kjöri.  Katrín er gift Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og eiga þau fjóra syni.