Ný stjórn ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, var kjörin á aðalfundi samtakanna í júní. Katrín M. Guðjónsdóttir var kjörin formaður og tekur við af Andra Má Kristinssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2020 eftir að hafa setið í stjórn í þrjú ár.

Auk Andra fer Edda Hermannsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Árni Reynir Alfreðsson úr stjórn og Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Play fer í barneignarleyfi.

Fjórir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, Arndís Huld Hákonardóttir, markaðsstjóri Bláa Lónsins, Daði Guðjónsson, sviðsstjóri markaðs- og sjálfbærnimála hjá Krónunni, Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju og Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.

Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2022-2023:

  • Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK
  • Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa Lóninu
  • Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni
  • Guðlaugur Aðalsteinsson, Cirkusstjóri hjá CIRKUS auglýsingastofu
  • Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju
  • Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar
  • Sigríður Theódóra, framkvæmdastjóri Brandenburg

Þá er Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK, komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.

ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi var stofnað árið 1986 og er samfélag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis, stuðla að auknum skilningi að mikilvægi þeirra ásamt því að vera leiðandi afl, vettvangur þekkingar á sviði markaðsmála á Íslandi.