*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 26. janúar 2018 10:16

Katrín vill ekki „rýra fjárhag RÚV“

Meirihluti þingmanna hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði en forsætisráðherra vill bæta upp tekjutapið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í könnun meðal þingmanna sögðust 36 þingmenn hlynntir því lokað yrði fyrir auglýsingatekjur fyrir Ríkisútvarpið, en á móti vildi margir að RÚV yrði bætt tekjutapið með auknum fjárframlögum úr ríkissjóði að því er Fréttablaðið greinir frá.

Viðskiptablaðið hefur fjallað um tillögur fjölmiðlanefndar þar sem þetta var meðal tillagna, en eins og fram kom í fréttum í morgun er RÚV með um fimmtung af auglýsingamarkaði. Af þingmönnunum 36 svaraði einungis einn þingmaður neitandi.

„Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Andrés Ingi Jónssonar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmenn Vinstri grænna tóku í sama streng og formaður þeirra.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is