Óhætt er að segja að grænt hafi verið yfir viðskiptum dagsins á aðalmarkaði í Kauphöll Nasdaq á Íslandi en gengi hvers einasta félags af þeim 19 félög sem skráð er á markaðinn hækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið hækkaði OMXI10 úrvalsvísitalan um 1,13% og stendur nú í 2.347,85 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,8 milljörðum króna.

Mest hækkaði gengi flugfélagsins Icelandair eða um 4,29% í 129 milljóna króna viðskiptum. Eimskip fylgdi fast á hæla Icelandair með 4,20% hækkun í 68 milljóna króna veltu.

Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka, en velta viðskipta með bréf bankans á nýloknum viðskiptadegi nam ríflega hálfum milljarði króna. Gengi hlutabréfa bankans hækkaði um 2,18% í viðskiptum dagsins. Næst mest velta var með bréf Festi, eða 278 milljónir króna, og hækkaði gengi félagsins um 2,29%.