Ef af kaupum Cenkos og Landsbankans á breska fjármálafyrirtækinu Close Brothers Group yrði má ætla að bankastarfsemi Close Brothers yrði metin á um 500 milljónir punda eða um 64 milljarða íslenskra króna.

Sérfræðingar Merill Lynch hafa sagt að fjármögnun Landsbankans sé að mestu í höfn. Enda er engan veginn víst að Landsbankinn þyrfti að reiða fram 64 milljarða króna; eigið fé í bankastarfsemi Close Brothers er væntanlega nálægt 300 milljónum og eiginfjárhlutfallið mjög hátt fyrir slíkan banka eða nálægt 14%.

Því má vel vera að það dygði Landsbankanum að reiða fram um 350 milljónir punda eða um 45 milljarða íslenskra króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .