Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að aðhafast ekkert vegna kaupa Vesturbjargs ehf. á Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. og Gámaþjónustu Vesturbyggðar ehf. í byrjun febrúar.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt.

Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni.