Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar kaup fjárfestingarsjóðs Fyrirtækjabréfa Landsbankans á 400 milljóna króna skuldabréfi útgefnu af Björgólfi Guðmundssyni í byrjun árs 2005. Umræddur sjóður átti einungis að fjárfesta í „skuldabréfum traustra fyrirtækja og fjármálastofnana“ samkvæmt fjárfestingarstefnu og ljóst að skuldabréf útgefið af einstaklingi samræmist ekki þeirri stefnu.

Björgólfur notaði skuldabréfið til að fjármagna stofnun minningarsjóð um dóttur sína, Margréti Björgólfsdóttur. Björgólfur var, ásamt syni sínum, stærsti einstaki eigandi Landsbankans og formaður bankaráðs hans.

-Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Meðal annars efnis í blaðinu á morgun:

  • Til greina kemur að skrá Existu á markað
  • MP banki tapað miklu í Austur-Evrópu
  • Innstæðuvernd verður þrengd verulega
  • Úttekt um skattahækkanir
  • Bankarnir þurfa að vera viðbúnir fjárflæði úr landi
  • „Óútreiknanlegur og skemmtilegur bransi,“ segir Tómas Hermannsson forstjóri hjá Sögum útgáfu
  • Aukablað um síma og tækni fylgir Viðskiptablaðinu
  • „Afnema á gjaldeyrishöftin strax,“ segir Jón Daníelsson hagfræðiprófessor í viðtali
  • Veiði: Ánægðar rjúpnaskyttur fyrir austan

Og margt, margt fleira..