Greiningaraðilar á Wall Street telja að kaup internetfyrirtækisins Google á hreyfimyndasíðunni YouTube, fyrir 1,65 milljarða Bandaríkjadala (113 milljarða króna) í hlutabréfum, sé jákvæð, segir í frétt Dow Jones.

Talið er að Google muni nú skipa sér í fremstu röð á hreyfimyndamarkaði internetsins, sem hefur verið í stöðugum vexti að undanförnu.

Á YouTube eru um hundrað milljón hreyfimynda á degi hverjum og er talið að um 40 milljónir noti síðuna á dag.