Gengi hlutabréfa FL Group hækkuði um 11,4% á föstudaginn síðastliðinn á námu viðskipti alls 2,6 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Glitnis.

Greiningardeildin segir að kaupandinn af bréfunum hafi að stærstum hluta verið Oddaflug, eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group. Talið er að ástæða hækkunarinnar hafi verið kaup Oddaflugs í félaginu, en ekki hafa borist aðrar fréttir sem geta skýrt hækkunina.

Gengi hlutabréfa FL Group hefur hækkað um 4,9% það sem af er degi og er hækkunin verulega umfram hækkun Úrvalsvísitölunnar, sem hækkaði um 0,2% í morgun.