*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 14. nóvember 2011 16:53

Kaup á orkuauðlindum gætu hækkað jarðhitaverð

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar þingmenn greiddu atkvæði um kaup ríkisins á orkuauðlinum á Reykjanesi.

Ritstjórn
Pétur gengur fram hjá fjármálaráðherra á Alþingi.
Haraldur Jónasson

Sjálfstæðismennirnir Pétur Blöndal og Árni Johnsen voru ekki á sama máli um kaup ríkisins á orkuauðlindum á Reykjanesi, jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði, fyrir 1.230 milljónir króna.

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi við atkvæðagreiðslu í málinu og mótmæltu Sjálfstæðismenn flestir þeim harkalega.

Pétur sagði kaupin tilraun til að hækka verð á jarðhita í framtíðinni, varaði við þeim og sagði nei.

Flokksbróðir hans Árni Johnsen var hins vegar á öðru máli. Hann sagði verð alltof lágt, verðið ætti að vera allt að þrisvar sinnum hærra, nær fjórum milljörðum króna í stað rúmra 1,2 milljarða og studdi söluna.