*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 5. nóvember 2018 16:14

Kaup á Wow gætu farið til ESB og EFTA

Samkeppniseftirlitið gæti vísað sameiningu Wow og Icelandair út en þau hafa yfir 80% markaðshlutdeild í Keflavík.

Ritstjórn
Icelandair og Wow air hafa sameiginlega um 80% af öllu flugi til og frá Keflavíkurflugvelli.
Haraldur Guðjónsson

Eggert Ólafsson sérfræðingur í samkeppnislögum hjá LR lögmönnum segir margar athyglisverðar spurningar koma upp í kringum væntanlegt mat Samkeppniseftirlitsins á því hvort af kaupum Icelandair og Wow air geti orðið.

Í tilkynningu félaganna frá því í morgun kom fram að sameiginleg markaðshlutdeild félaganna á flugi yfir Atlantshafið nemi 3,8%. Hins vegar er markaðshlutdeild félaganna mun hærri eða um 80% á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun.

„Í flugi er hver flugleið sérstakur markaður svo það koma upp margar athyglisverðar spurningar sem þarf að skoða í kringum þennan samruna,“ segir Eggert.

„Þar sem félögin eru auðvitað ríkjandi á flugleiðum á milli Keflavíkur og til að mynda Kaupmannahafnar og fleiri staða þá gæti þetta loksins orðið mál sem Samkeppniseftirlitið myndi vísa til eftirlitsstofnunar EFTA eða jafnvel ESB.“

Eggert segir mörg flækjustig þó koma til í mati á því hvort ESB láti málið til sín taka, þar með talið veltu fyrirtækjanna sem alla jafna þurfi að ná ákveðnu hámarki til að ESB skipti sér af því. „Fyrirtækin gætu líka vísað málinu þangað, þó þau gera það sennilega ekki.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is