Bandaríska ríkisstjórnin hefur lagt inn pantanir fyrir 100 milljónir skammta af mögulegu Covid bóluefni, framleitt af þýska líftæknifyrirtækinu BioNTech og bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer.

Í tilkynningu BioNTech segir að bandaríska ríkið muni greiða 1,95 milljarða dollara fyrir pöntunina og að samningurinn muni innihalda ákvæði um að ríkið geti keypt 500 milljónir skammta til viðbótar. Bóluefnið verður dreift ókeypis til Bandaríkjamanna.

Hver einstaklingur mun líklega þurfa tvö skammta af tilraunalyfi BioNTech, samkvæmt frétt Financial Times . Kostnaður við bólusetningu verður því um 40 dollarar, eða um 3.500 krónur, á mann.

Sjá einnig: Vísindamenn efast um endingu bóluefna

Á mánudaginn tilkynntu bresk stjórnvöld um að þau hefðu náð samningum fyrir 90 milljónir skammta af bóluefnum, þar af 30 milljónir frá BioNTech og aðrar 60 milljónir frá franska líftæknifyrirtækinu Valneva.