Íbúðalánasjóður og Félagsbústaðir hf. hafa undirritað samkomulag um að Félagsbústaðir kaupi 47 íbúðir af sjóðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félögunum. Þar segir að íbúðirnar eru staðsettar víðsvegar í Reykjavík og eru flestar þeirra í útleigu.

Afhending eignanna fór fram þann 31. desember sl. og yfirtaka Félagsbústaðir þá leigusamninga sem í gildi eru við íbúa. Breytt eignarhald íbúðanna verður kynnt íbúum þeirra bréflega á næstunni.

Með þessum kaupum hafa Félagsbústaðir keypt um 85 íbúðir á árinu 2015.  Auk þess eru sex íbúðir í byggingu og 12 íbúðir í hönnun fyrir félagið.