*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 28. júní 2011 13:00

Kaupa 80 nýjar Kia bifreiðar

Bílaleiga Akureyrar- Höldur hefur keypt 60 nýjar Kia bifreiðar með innbyggðu leiðsögukerfi.

Ritstjórn

Bílaleiga Akureyrar - Höldur hefur keypt 80 nýjar Kia bifreiðar af gerðunum Sorento, Sportage og Kia cee´d.  Af þessum 80 Kia bílum, sem bílaleigan kaupir, eru um 30 þeirra með innbyggðu leiðsögukerfi frá KIA sem meðal annars sýnir tæplega 30.000 km. af merktum vegum, öll heimilisföng á Íslandi og hátt í 400 veitingastaði ásamt hundruðum annarra staða.

,,Við höfum afar góða reynslu af Kia bílum og þetta er sjöunda árið í röð sem Bílaleiga Akureyrar kaupir Kia bíla til notkunar fyrir viðskiptavini sína. Kia bílarnir hafa reynst mjög vel og viðskiptavinir okkar eru ánægðir með þá. Bílarnir eru bæði sparneytnir og með lága bilanatíðni sem er okkur mikils virði. Þá eru Kia bílarnir einnig með 7 ára ábyrð frá framleiðanda og það telur svo sannarlega líka,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar - Hölds.

Bílaleigan er sú stærsta á landinu með rúmlega tvö þúsund bíla í rekstri yfir sumartímann. ,,Bílaflotinn hjá okkur er bæði stór og fjölbreyttur enda alltaf lögð rík áhersla á gott úrval vel útbúinna bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa,“ segir Steingrímur.

Innbyggt og fullkomið leiðsögukerfi

,,Það er skemmtileg og spennandi nýjung að geta boðið fólksbíla með fullkomnu leiðsögukerfi   fyrir Ísland. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út en ég er fullviss um að þetta mun þykja mjög spennandi kostur fyrir viðskiptavini bílaleiga,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, og bætir við að leiðsögukerfið sé sett í bílana í verksmiðjum Kia.

,,Leiðsögukerfð KIA er afar fullkomið og með nýjustu upplýsingum sem spanna yfir 29.900 km af íslenskum vegum og þar af 12.653 km af malarvegum og vegarslóðum. Auk þess eru öll heimilsföng á Íslandi  innbyggð í kerfið og hægt er að sækja reglulega uppfærslu þar sem nýjungar koma inn.  Hægt er að panta leiðsögukerfið í allar gerðir Kia cee´d, Sportage og Sorento sem og smábílanna Rio og Picanto sem kynntir verða í haust,“ segir Jón Trausti.

Samkvæmt rannsóknum eru bifreiðar búnar  leiðsögukerfum hagkvæmari og umhverfisvænni í rekstri. Leiðsöguskerfi finna stystu leiðina á áfangastað sem sparar bæði eldnseyti og minnkar koltvísýringslosun.

Stikkorð: Kia