Fasteignaþróunarfélagið 220 Fjörður hyggst ráðast í uppbyggingu við verslunarmiðstöðina Fjörð í miðbæ Hafnarfjarðar. Komið verður upp tenging á Strandgötuna og verslunarrýmið á jarðhæðinni stækkað. Stefnt er að fyrstu skóflustungunni á öðrum ársfjórðungi 2022.

Arion banki var áður stærsti hluthafi 220 Fjarðar með 37,3% hlut. Bankinn seldi nýlega hlut sinn til annarra eigenda verkefnisins sem eru að stærstum hluta Hafnfirðingarnir Haraldur Jónsson útgerðarmaður, Magnús Jóhannsson og Benedikt Steingrímsson.

Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri 220 Fjarðar, segir að lengi hafi verið kallað eftir auknu verslunarrými í miðbæ Hafnarfjarðar og sérstaklega hefur verið ákallandi að fá inn matvöruverslun á svæðið. Með fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt annarri uppbyggingu á svæðinu vonast hann til að sjá meira líf færast í „hinn miðbæinn á höfuðborgarsvæðinu“.

„Það sem er skemmtilegt við þetta verkefni er að það hefur verið unnið í sátt og samlyndi með íbúum Hafnafjarðarkaupstað og verslunareigendum,“ segir Guðmundur.

Matvöruverslun og 60 íbúðir

Á jarðhæðinni við Strandgötuna er gert ráð fyrir matvöruverslun og öðrum verslunum en grunnflöturinn verður um 2.000 fermetrar að stærð. Á annarri hæð mun opna margmiðlunarsetur og Bóksafn Hafnarfjarðar, sem mun flytja úr núverandi aðstöðu sinni ofar á Strandgötunni. Nýr almenningsgarður verður við bókasafnið á annarri hæðinni. 220 Fjörður eru einnig með hugmyndir uppi um að opna þakgarð ofan á Firði.

Í byggingunum sem snúa að Strandgötunni verða um 30 hótelíbúðir í smáhýsum á 2.-4. hæð. Á efri hæðum blokkanna sem snúa að Firði verður að finna bæði vinnustofur og um 30 almennar íbúðir.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Farið er yfir afkomu álveranna á síðasta ári og horfurnar framundan.
  • Umfjöllun um risasölu Advania til Goldman Sachs.
  • Viðtal við forstjóra Rapyd sem keypti nýlega Valitor.
  • Rætt við einn eigenda sprotans Wildness sem tekur þátt í Startup Supernova viðskiptahraðlinum.
  • Nýr forstjóri Kaldalóns ræðir vegferð félagsins og ferilinn sinn.
  • Umfjöllun um samruna og kostnað við þá.
  • Sagt frá uppgjöri á millljarða kaupréttum starfsmanna LS Retail.
  • Huginn og muninn verða á sínum stað auk Týs og Óðins.