*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 12. júní 2018 10:38

Kaupa eigin bréf fyrir allt að 550 milljónir

Stjórn Sjóvá hefur ákveðið að virkja endurkaupaáætlun félagsins og kaupa eigin bréf fyrir allt að 550 milljónir króna.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Sjóvá hefur ákveðið að virkja endurkaupaáætlun félagsins og kaupa eigin bréf fyrir allt að 550 milljónir króna eða 2,5% í félaginu. Endurkaupunum mun nema að hámarki 35.620.429 og mun þeim ljúka í síðasta lagi 8. mars 2019. 

Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf., sem haldinn var 15. mars 2018, veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa allt að 142.481.719 eigin hluti í félaginu, en það jafngildir 10% af útgefnu hlutafé félagsins þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á sama aðalfundi.

Sjóvá greiddi 1,5 milljarða í arð vegna afkomu ársins 2017 en hagnaður félagsins í fyrra nam 1.75 milljörðum króna.

Stikkorð: Sjóvá
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is