Breytingar hafa orðið á eigendahópi InnX innréttinga ehf. Fjölskylda Steinars Ingimundarsonar heitins hefur ásamt fjárfestum keypt eignarhlut Martens Inga Lövdahl. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar kemur fram að samhliða breytingunum hafi félagið gert breytingar á yfirstjórn þess og hefur Þór Steinarsson tekið sæti stjórnarformanns. Þór er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands.Þá mun Reynir Stefánsson láta af störfum hjá félaginu á næstunni.

„InnX hefur eins og önnur fyrirtæki í sama geira fundið fyrir þeirri uppsveiflu sem nú einkennir íslenskt efnahagslíf eftir nokkur mögur ár. Það er ánægjulegt að fá til liðs við félagið nýja hluthafa á þessum tímamótum,“ segir Þór Steinarsson.