Strætó samdi í síðustu viku um afhendingu 4 rafmagnsvagna frá kínverskum framleiðenda sem enn hefur ekki afhent vagna sem áttu að afhendast í júní í fyrra. Samtals hefur því verið samið við fyrirtækið Yutong Eurobus um framleiðslu á 13 rafmagnsstrætivögnum fyrir 880 milljónir króna að því er Morgunblaðið greinir frá.

Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi reiknað dagsektir á fyrirtækið fyrir um það bil 110 milljónir króna vegna vagna sem ekki voru afhentir í júní annars vegar og október síðastliðnum hins vegar hefur byggðasamlagið samið um enn fleiri vagna frá félaginu.

Jóhannes Rúnarsson forstjóri Strætó bs. svarar spurningum um hvort þessi viðskipti séu traustvekjandi á þá leið að framleiðandinnhafi staðfest að vagnarnir muni koma þó ekki einn einasti hafi enn verið afhentur. „Þetta mjög óheppilegt og farið að valda okkur tjóni, því við erum að keyra á eldri bílum, sem við ætluðum að vera hættir að nota,“ segir Jóhannes.

„Þeir hafa sagst hafa lent í ákveðnum vandræðum við hönnun á vagninum, sem hafi útskýrt þá töf sem orðið hefur á afhendingu og nefna sérstaklega fjölda hraðahindrana hér. Við teljum þær skýringar ekki vera fullnægjandi.“

Jóhannes segir að búið sé að greiða þriðjung af pöntunarverði gegn bankaábyrgð en rest verði greidd við afhendingu. Jafnframt sé ákvæði í samningunum um að ef ágreiningur komi upp verði samið um dagsektirnar.