Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 keyptu í dag 152 milljón hluti í Icelandair Group fyrir tæpa 1,2 milljarða króna. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað um 1,59% í dag og stendur nú í 7,65 krónum á hlut. Fram kom á vb.is í morgun, að Framtakssjóðurinn hafi selt 7% hlut sinn í félaginu fyrir um 2,7 milljarða króna. Það jafngilti 350 milljón hlutum.

Undir Lífeyrissjóðum Bankastræti 7 eru nokkrir sjóðir. Þar af keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 90 milljón hluti í Icelandair Group og á hann eftir viðskiptin 7,2% í félaginu; B-deildin keypti 52,5 milljón hluti og á 4,2%; Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 7,5 milljón hluti og séreignar tvo milljón hluti.

Saman fara Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 með 12,14% hlut í Icelandair Group í krafti rúmlega 607 milljóna eignahluta í félaginu.